Rannsókn á heildarneyslu aðskotaefna úr matvælum

TDS-EXposure

Í verkefninu verða þróaðar aðferðir til að meta hversu mikið fólk fær af óæskilegum aðskotaefnum úr matvælum eins og þau eru á borðum neytenda. Aðferðirnar verða síðan notaðar til að meta magn aðskotaefna sem fólk tekur inn með fæðunni í nokkrum Evrópulöndum, þar á meðal Íslandi.

Í verkefninu verða þróaðar aðferðir til að meta hversu mikið fólk fær af óæskilegum aðskotaefnum úr matvælum eins og þau eru á borðum neytenda. Aðferðirnar verða síðan notaðar til að meta magn aðskotaefna sem fólk tekur inn með fæðunni í nokkrum Evrópulöndum, þar á meðal Íslandi.

Markmið verkefnis er að gera samræmdar rannsóknir á neyslu óæskilegra aðskotaefna í matvælum í Evrópu. Til þess að hægt sé að framkvæma samræmdar rannsóknir þarf fyrst að samræma þær aðferðir sem notaðar eru við sýnatöku matvæla, mælingar á aðskotaefnum í matvælum, gæðamat á gögnum o.s.frv. Ætlunin er að prófa mismunandi aðferðir sem notaðar hafa verið í Evrópu og skilgreina besta verklag við rannsóknirnar. Einnig verður tekið saman hvaða aðskotaefni og hvaða matvæli skipta mestu máli við mat á heildarneyslu óæskilegra efna í fæðu Evrópubúa, en slíkar upplýsingar eru lykilatriði til þess að hægt sé að gera áhættumat vegna neyslu þessara efna og meta áhrif þeirra á heilsu manna.

Rannsóknin á heildarneyslu aðskotaefna gerir okkur kleift að fá raunverulegt mat á því hversu útsett við erum fyrir óæskilegum aðskotaefnum s.s.þungmálmum, þrávirkum lífrænum efnum, sveppaeiturefnum og fleiri aðskotaefnum úr matvælum eins og við borðum þau svo sem steikt, soðin grilluð, reykt, þurrkuð eða bökuð

Styrkt af

 • FP7 rammaáætlun ESB

Verkefnastjórnun

 • Anses France
 • coordinator: Jean-Luc Volatier

Samstarfsaðilar

 • Anses France
 • IFR United Kingdom
 • EuroFIR AISBL Belgium
 • RIVM Netherlands
 • NIPH/SZU Czech Republic
 • INRAN Italy
 • BfR Germany
 • UGR Spain
 • UCD Ireland
 • UGENT Belgium
 • HAH Croatia
 • PVD Latvia
 • EVIRA Finland
 • CNA/AESAN Spain
 • FERA United Kingdom
 • INSA Portugal
 • NIPH/FHI Norway
 • MATIS Iceland
 • NFNI/IZZ Poland
 • ISS Italy
 • TUBITAK Turkey
 • URV Spain
 • VITO Belgium
 • NFA Sweden
 • ETHZ Switzerland
 • ILSI Europe aisbl Belgium.

Til baka í öll verkefni