• Whitefish

Whitefish

Markmið verkefnisins er að þróa aðferðafræði og hugbúnað til mats á umhverfisáhrifum í virðiskeðjum sjávarafurða.

Markmið verkefnisins er að þróaaðferðafræði og hugbúnað til mats á umhverfisáhrifum í virðiskeðjum sjávarafurða. Hugbúnaðurinn mun gera notendum kleift á einfaldan hátt að nýta gögn úr rekjanleikakerfum til að reikna út sótspor afmarkaðra lota í framleiðsluferlinu, þannig að framleiðendum verði t.d. unnt að láta slíkar upplýsingar fylgja hverju bretti eða kassa. Einnig verður leitast við að láta hugbúnaðinn meta félagslega- og efnahagslega sjálfbærni vörunnar. Verkefnið er styrkt af Sjöundu Rammaáætlun og er því sérstaklega ætlað að gagnast smáum og meðalstórum fyrirtækjum í virðiskeðju þorsk- og ýsuafurða með því að láta þeim í té aðgang að hugbúnaði sem nýta má til að sýna fram vistvæna og ábyrga framleiðslu á þorsk og ýsuafurðum úr N-Atlantshafi.

Heimasíða verkefnisins:

www.whitefishproject.org


Starfsmaður

Styrkt af

 • FP7 rammaáætlun ESB

Verkefnastjórnun

 • Nofima

Samstarfsaðilar

 • Landssamband íslenskra útvegsmanna
 • Samtök fiskvinnslustöðva
 • Sæmark
 • Nofima
 • Hermes-AS
 • Norges Råfisklag
 • Grimsby Fish Merchants Association
 • Atlantic Fresh
 • SIK
 • Feldt‘s Fisk og KRAV
 • Wageningen University

Til baka í öll verkefni