Norðurheimskautið- Hreint og ómengað?
Hlýnun jarðar gerir Norðurhöfin aðgengileg fyrir aukna skipaumferð og frekari nýtingu olíuauðlinda.
Verkefnastjóri
Hlýnun jarðar gerir Norðurhöfin aðgengileg fyrir aukna skipaumferð og frekari nýtingu olíuauðlinda. Í verkefninu verður rannsökuð núverandi mengunarálag vegna fjölhringja arómatískra kolvatnsefna (e. Polyaromatic hydrocarbons, PAH) til að hægt sé að meta þá aukningu á mengun sem er mun verða vegna þessarar auknu starfsemi í norræna hluta Norður Atlandshafsins. Einnig verða skoðuð áhrif á lífríki hins ósnerta og hreina Norðurheimskauts þar sem vísbendingar eru til staðar um að lífríki frá hreinu og ósnertu umhverfi eru viðkvæmari gagnvart skyndilegri mengun eins og olíuslysi.
Styrkt af
- Norræna Ráðherranefndin
- AEG hópurinn (Akvatisk ekosystem gruppen)
- Verkefnasjóður Sjávarútvegsins
Samstarfsaðilar
- Samstarfsaðilar Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Sandgerði
- Háskóli Íslands
- Umhverfisstofa Færeyja
- Oslóarháskóli
- Náttúrumynjasafn Svíþjóðar
- Miðstöð fyrir umhverfi og orku í Danmörku (DMU)