Frá grænum haga í fiski maga

Markmið verkefnisins er að lækka fóðurkostnað í fiskeldi og þróa ný íslensk og norræn hráefni í fóður sem eru ódýr, umhverfisvæn og sjálfbær.

Verkefnastjóri

Markmið verkefnisins er að lækka fóðurkostnað í fiskeldi og þróa ný íslensk og norræn hráefni í fóður sem eru ódýr, umhverfisvæn og sjálfbær. Þróaðar verða nýjar lausnir við að framleiða umhverfisvænt hráefni til fóðurgerðar og nýta um leið afskurð og annað lífrænt hráefni sem fellur til víða. Um er að ræða afskurð og úrgang frá ylrækt, ýmis konar landræktun svo sem framleiðslu á korni og rótargrænmeti, ræktun á hryggleysingjum, nýtingu hrats frá bruggverksmiðjum, bætta nýtingu krabbadýra, þörungaframleiðslu svo og ræktun á próteinríkum einfrumungum með líftækniaðferðum. Niðurstöðurnar munu mæta þörf á nýsköpun í fiskeldi til að auka samkeppnishæfni greinarinnar, skapa nýja atvinnumöguleika í dreifðum byggðum og búa til nýja tekjustrauma fyrir framleiðendur, styrkja rekstur fóðurframleiðenda, auka samkeppnishæfni fiskeldisstöðva og bæta jafnframt fæðuöryggi neytenda. Verkefnið mun auk þess leiða til umbóta á þekktri tækni og leiða til þróunar á nýrri tækni sem getur orðið grunnur að nýjum einkaleyfum.

Styrkt af

  • Tækniþróunarsjóður og Nordic Innovation

Samstarfsaðilar

  • Íslensk Matorka
  • Nesskel
  • Fóðurblandan
  • Fóðurverksmiðjan Laxá hf
  • Skretting AS
  • NIFES
  • Gothenburg University
  • DTU- akva
  • Odd Lindahl.

Til baka í öll verkefni