Sjálfvirkur skurður beingarðs úr hvítfiskflökum

Þróaður verður búnaður og tækni til að greina og skera beingarð úr hvítfiskflökum með sjálfvirkum hætti, einkum í ferskum og ofurkældum þorskafurðum.

Verkefnastjóri

Þróaður verður búnaður og tækni til að greina og skera beingarð úr hvítfiskflökum með sjálfvirkum hætti, einkum í ferskum og ofurkældum þorskafurðum. Fyrri vinna að viðfangsefninu hefur skilað takmörkuðum árangri, meðal annars vegna þess að greiningartæknin hefur ekki verið nægilega góð og hún hefur ekki verið nýtt við stýringu á losun beinanna. Hér verða allir þættir tækninnar samnýttir til þess að leysa verkefnið og ennfremur hefur verið ákveðið að skera beinin burt, frekar en að toga þau út, sem eykur til muna líkur á árangri og notagildi innan skamms tíma.  Notuð verður nákvæm þrívíddargreining á staðsetningu beingarðs í vöðvanum, sem beitt verður til að stýra búnaði við skera burt beingarðinn.

Styrkt af

  • AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi og Tækniþróunarsjóði

Samstarfsaðilar

  • Marel
  • Eskja
  • Háskólinn í Reykjavík

Til baka í öll verkefni