Lágmörkun fóðurkostnaðar í bleikjueldi
Markmið verkefnisins er að sannreyna niðurstöður tilrauna um próteinþarfir og hráefnasamsetningu bleikjufóðurs við eðlilegar eldisaðstæður
Verkefnastjóri
-
Jónína Jóhannsdóttir
Sérfræðingur
jonina.johannsdottir ( hjá ) matis.is
+354 422 5075
Sannreyna niðurstöður tilrauna um próteinþarfir og hráefnasamsetningu bleikjufóðurs við eðlilegar eldisaðstæður. Fóðurkostnaður er stærsti hluti framleiðslukostnaðar í fiskeldi og stór hluti hans er fólginn í verði próteinhlutans. Rannsóknir hafa sýnt að próteinþarfir bleikju eru verulega minni en er í markaðsfóðri í dag auk þess sem skipta má út fiskimjöli með plöntumjöli án þess að það hafi óæskileg áhrif á vöxt, fóðurnýtingu og gæði afurða. Nauðsynlegt er að sannreyna þessar niðurstöðu í eldi af stærri skala svo hægt verði að nýta þessar niðurstöður í Íslensku bleikjueldi. Niðurstöður verkefnisins munu nýtast framleiðendum og notendum þurrfóðurs fyrir bleikju og gætu skilað umtalsverðri lækkun framleiðslukostnaðar í bleikjueldi. Heildar ávinningur verkefnisins felst í auknu verðmæti og bættri nýtingu sjávarfangs.
Styrkt af
- AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi
Samstarfsaðilar
- Fóðurverksmiðjan Laxá hf
- Íslandsbleikja