• Bleikja www.fauna.is

Lágmörkun fóðurkostnaðar í bleikjueldi

Markmið verkefnisins er að sannreyna niðurstöður tilrauna um próteinþarfir og hráefnasamsetningu bleikjufóðurs  við eðlilegar eldisaðstæður

Verkefnastjóri

Sannreyna niðurstöður tilrauna um próteinþarfir og hráefnasamsetningu bleikjufóðurs  við eðlilegar eldisaðstæður. Fóðurkostnaður er stærsti hluti framleiðslukostnaðar í fiskeldi og stór hluti hans er fólginn í verði próteinhlutans. Rannsóknir hafa sýnt að próteinþarfir bleikju eru verulega minni en er í markaðsfóðri í dag auk þess sem skipta má út fiskimjöli með plöntumjöli án þess að það hafi óæskileg áhrif á vöxt, fóðurnýtingu og gæði afurða. Nauðsynlegt er að sannreyna þessar niðurstöðu í eldi af stærri skala svo hægt verði að nýta þessar niðurstöður í Íslensku bleikjueldi. Niðurstöður verkefnisins munu nýtast framleiðendum og notendum þurrfóðurs fyrir bleikju og gætu skilað umtalsverðri lækkun framleiðslukostnaðar í bleikjueldi.  Heildar ávinningur verkefnisins felst í auknu verðmæti og bættri nýtingu sjávarfangs. 

Styrkt af

  • AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Samstarfsaðilar

  • Fóðurverksmiðjan Laxá hf
  • Íslandsbleikja

Til baka í öll verkefni