• iStock_Salt2

SafeSalt: Gæðaeftirlit á salti fyrir saltfisk

Markmið verkefnisins er að þróa greiningarsett sem byggir á hraðvirkri aðferð til að meta gæði salts sem er notað í framleiðslu á saltfiski til að lágmarka hættu á gulumyndun.

Markmið verkefnisins er að þróa greiningarsett sem byggir á hraðvirkri aðferð til að meta gæði salts sem er notað í framleiðslu á saltfiski til að lágmarka hættu á gulumyndun. Greiningarsettið mun nema mismunandi málma í innfluttu salti sem er notað í saltfiskiðnaði á Íslandi. Niðurstöður verkefnisins munu hjálpa íslenskum saltfiskframleiðendum að greina á hraðvirkan hátt hvort málmar séu til staðar í salti og þar með auka gæði saltfisksafurða ásamt því að lágmarka hættu á fjárhagslegu tjóni sem gulumyndun í saltfiski veldur.

Styrkt af

  • AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Til baka í öll verkefni