• iStock_cell-hlustunarpipa

Rannsóknir á lífvirkum efnum í frumumódelum

Meginmarkmið verkefnisins er að setja upp andoxunarvirkni mælingar í frumumódelum

Verkefnastjóri

Meginmarkmið verkefnisins er að setja upp andoxunarvirknimælingar í frumumódelum í nýgerðri frumuræktunaraðstöðu í Líftæknismiðju Matís ohf í Verinu í þeim tilgangi að meta andoxunarvirkni fiskpróteinmeltu sem framleidd er hjá Iceprótein ehf. Fram til þessa hafa prófanir verið gerðar í tilraunaglösum, þ.e. in vitro. In vitro rannsóknir á m.a. andoxunarvirkni fiskpróteinmeltu hafa lofað góðu og er mikill áhugi á að skoða hana nánar í frumumódelum þar sem in vitro mælingar á lífvirkni hafa verið gagnrýndar vegna getu þeirra til að spá fyrir um virkni í líffræðilegum kerfum. Í verkefninu verður sett upp nýstárleg mæliaðferð í frumumódeli til að skoða andoxunarvirkni þáttaðra peptíða úr fiskpróteinmeltu sem framleidd er hjá Iceprótein ehf. Þetta er mikilvægt skref fram á við í rannsóknum á lífvirkni fisk- og sjávarafurða og er nauðsynlegt fyrir næsta stig þessarra rannsókna sem felsat í klínískum tilraunum á dýrum og mönnum.

Styrkt af

  • Vaxtarsamningur Norðurlands vestra

Verkefnastjórnun

  • Matís ohf.

Til baka í öll verkefni