• fishsause

Gagnleg gerjun

Markmið verkefnis er að innleiða nýja framleiðsluaðferð og markaðssetja nýjar afurðir; fiskisósur.

Markmið verkefnis er að innleiða nýja framleiðsluaðferð og markaðssetja nýjar afurðir; fisksósur. Besta tegund uppsjávarfisks af Íslandsmiðum til framleiðslu fisksósu verður fundin og brugðist við vaxandi gagnrýni á íslenskan sjávarútveg vegna bræðslu fisks. Japönsk þekking á gerjun sjávarfangs, þ.m.t. fisksósu, verður nýtt til hagsbóta fyrir íslenskan sjávarútveg m.a. til að liðka fyrir markaðssetningu.  

Drjúgur hluti uppsjávarfisks sem íslensk skip afla í dag fer í bræðslu. Hlutverk þessa verkefnis er að auka verðmæti aflans og fjölga störfum í vinnslu með því að hefja  framleiðslu á fisksósu úr hluta þess afla sem annars færi í framleiðslu á fiskimjöli.    

Fisksósa er framleidd með gerjun saltaðs fisks, sósan er tær brúnleitur vökvi með einkennandi lykt. Fisksósa og afurðir hannar veita matvælum fimmta bragðið (j. umami), einkum vegna mikils innihalds glutamíns. Markaður fyrir fisksósu hefur farið vaxandi ekki eingöngu í Asíu heldur um allan heim með breyttu mataræði.

Styrkt af

  • AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Samstarfsaðilar

  • Brimberg ehf.
  • Gullberg ehf.
  • Síldarvinnslan hf.
  • Hokkaido Food Processing Research Center.

Til baka í öll verkefni