• Norway-Lutefisk-01

Nýr vinnsluferill fyrir framleiðslu á Lútfisk

Markmið verkefnisins er að stytta vinnsluferil lútfisks úr 4 vikum í einn dag. eða minna og ná minnst 130% nýtingu við lútun á flökum.

Markmið verkefnisins er að stytta vinnsluferil lútfisks úr 4 vikum í einn dag. eða minna og ná minnst 130% nýtingu við lútun á flökum. Afurðirnar verða að vera sambærilegar við núverandi vörur á markaði, og lútunin jafnari.  Annað markmið er að geta notað uppþídd flök í lútunina í stað þurrkaðra.

Lútfiskur byggir á aldagömlum aðferðum og hefðum við varðveislu hráefnis, með þurrkun, verkun, með blautlagningu og lútun og neyslu. Við neyslu eru fiskstykkin soðin og borin fram með soðnum kartöflum, jafningi og grænum baunum, ekki ósvipað hangikjötsmeðlæti.  Fiskurinn er sem slíkur er bragðlítill eftir verkunina og eitthvað er um að bragðgjafar s.s sinnep eða  beikon sé bætt í sósuna, eða sem meðlæti.  Uppruni lútfisks er umdeildur.  Sumir telja að lútfiskur sé frá tímum Víkinga, á meðan aðrir telja að lútfiskur hafi fyrst skotið upp kollinum á 16 öld í Hollandi og fljótlega fundið sér leið til Norðurlanda þar sem neyslan er mest nú til dags en neyslan er hefðbundin nánast einungis um jólaleitið.  Einnig er markaður fyrir vöruna í norðurhluta Bandaríkjanna og Kanada og eru það þá einkum neysla afkomanda brottfluttra Svía og Norðmenna.

Starfsmaður

Styrkt af

  • AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Samstarfsaðilar

  • Fram Foods

Til baka í öll verkefni