Veiði, vinnsla og útflutningur á lifandi kúfskel
Markmiðið er að koma á stað veiðum, vinnslu og markaðsetningu á lifandi kúfskel.
Markmiðið er að koma á stað veiðum, vinnslu og markaðs-setningu á lifandi kúfskel. Með þessu er stefnt að a.m.k. tíföldun á afurðaverðmæti kúfskeljarinnar miðað við það sem nú gerist. Þessi framleiðsla hefur ekki verið framkvæmd á Íslandi áður en markaðir fyrir lifandi skel í Evrópu eru mjög vaxandi. Nú þegar hafa jákvæðir efniseiginleikar sem tengjast heilnæmi íslenskrar kúfskeljar verið staðfestir. Einnig hafa grunnathuganir á sölu afurðanna lofað mjög góðu. Markmiðið mun nást með þróun veiði, vinnslu, geymslu og flutnings á lifandi skel. Einnig verður komið á viðskiptasamböndum við kaupendur í Evrópu. Hraðfrystistöð Þórshafnar hf ætlar að nýta sér niðurstöður verkefnisins til að hefja útflutning á lifandi skel til Evrópu.
Starfsmaður
-
Guðmundur Heiðar Gunnarsson
Verkefnastjóri
gudmundur.h.gunnarsson ( hjá ) matis.is
+354 422 5046
Styrkt af
- AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi
- Tækniþróunarsjóður
Samstarfsaðilar
- Hraðfrystihús Þórshafnar hf.