• fiskimjol

Verðmæti og öryggi íslensks fiskimjöls

Markmið verkefnis er að sýna fram á raunverulegt innihald af hættulegu (þ.e.a.s. eitruðu) arseni í íslensku fiskimjöli.

Markmið verkefnis er að sýna fram á raunverulegt innihald af hættulegu (þ.e.a.s. eitruðu) arseni í íslensku fiskimjöli. Niðurstöðurnar á m.a. að nýta sem innlegg frá Íslandi þegar alþjóðleg hámarksgildi fyrir arsen eru ákvörðuð í sérfræðinganefndum Efnahagssambandsins og við áhættumat t.d. hjá Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA). Niðurstöðurnar geta einnig nýst til að verja hagsmuni einnar af undirstöðu atvinnugreinum þjóðarinnar og tryggja verðmæti íslensk fiskimjöls til framtíðar.  Markmiðið er að þróa efnagreiningaraðferðir sem geta greint bæði eitruð og hættulaus efnaform arsens í fiskimjöli en ekki bara heildarmagn arsens eins og gert er í dag sem gefur ranga mynd af þeirri hættu sem stafar af arseni í fiskimjöli. 

Helstu deilimarkmið þessa verkefnis eru:
i. Greining á styrk heildar-arsens í íslensku fiskimjöli
ii. Greining eitraðra og hættulausra efnaforma arsens í fiskimjöli
iii. Greina ný arsen form sem finnast í íslensku fiskimjöli
iv. Greining á áhrifum árstíðar á heildararsen og efnaform arsens í íslensku fiskimjöli
v. Meta niðurstöður með tilliti til núverandi vitneskju um eiturvirkni mismunandi efnaforma arsens
vi. Meta niðurstöður með tilliti til núverandi hámarksgilda Evrópusambandsins fyrir arsen í fiskimjöli

Þessum markmiðum verður ná með því að:
• Nota ICP-MS til greiningar á heildararseni í íslensku fiskimjöli
• Nota nýlegan HPLC-ICP-MS efnagreiningarbúnað til greiningar á nýjum og þekktum arsenformum í fiskimjöli

Styrkt af

  • AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Samstarfsaðilar

  • Síldarvinnslan hf.
  • Vinnslustöðin hf.

Til baka í öll verkefni