• iStock_sandhverfa

Arðsemisaukning í íslensku sandhverfueldi

Meginmarkmið verkefnisins er að þróa aðferðir til þess að lækka framleiðslukostnað við eldi á sandhverfu

Meginmarkmið verkefnisins er að þróa aðferðir til þess að lækka framleiðslukostnað við eldi á sandhverfu(Scophthalmus maximus). Eldi á sandhverfu fer vaxandi á Íslandi og mikilvægt að þróa aðferðir til þess að lágmarka kostnað við framleiðslu.Markmiðum þessa verkefnis verður náð með þremur megin tæknilegum úrlausnarefnum. Í fyrsta lagi verða þróaðar aðferðir þar sem ljósastýring er notuð á markvissan hátt til þess að auka vöxt í áframeldi um allt að 25% í samanburði við hefðbundnar aðferðir. Í öðru lagi að auka vöxt, bæta fóðurnýtingu og draga úr fóðurkostnaði með því að þróa og skilgreina nýjar fóðurgerðir fyrir sandhverfu (> 500g). Þriðja tæknilega markmið er að þróa tæki sem gerir ætternisgreiningar aðgengilegar og því hægt að fyrirbyggja skyldleikaræktun og tryggja þannig erfðabreytileika sem tryggir bestan vöxt. Áætlað er að þegar þessi úrlausnarefni fari saman megi lækka framleiðslukostnað um allt að 45%.

Hlutur erfðagreiningardeildar í þessu verkefni er að þróa og setja saman erfðagreiningaraðferðir byggðar á endurteknum stuttröðum sem nota má bæði í kynbótastarfi til foreldragreininga og einnig í stofnrannsóknum á sandhverfu á Íslandsmiðum. Markmiðið er að setja saman greiningarsett með 10-12 erfðamörkum í þessum tilgnagi.

Starfsmaður

Styrkt af

  • Tækniþróunarsjóður

Samstarfsaðilar

  • Akvaplan.niva á Íslandi
  • Hólaskóli
  • Silfurstjarnan hf
  • Fóðurverksmiðjan Laxá hf
  • Háskólinn í Portsmouth

Til baka í öll verkefni