Litun á bleikjuholdi
Markmið verkefnis er að þróa lífrænt litarefni til holdlitunar á bleikju.
Ísland er stærsti bleikjuframleiðandi í heimi með áætlaða 3500 tonna framleiðslu árið 2008. Áætlaður vöxtur framleiðslunnar næstu 10 árin er áætlaður 10% á ári ef verðin haldast há. Vegna forystu í framleiðslu á bleikju er eðlilegt að frumkvæði í þróun greinarinnar sé á Íslandi. Mikilvægt er að halda háu verði bleikjunnar á mörkuðum. Ein leið til þess er að skilgreina bleikjuna sem náttúrulega/lífræna. Til þess þarf að nota lífrænt litarefni til holdlitunar. Ef tekst að hækka verð á bleikju um 10% með því að skilgreina hana sem náttúrulega/ lífræna má búast við veltu í greininni upp á 5,5 miljarða 2019. Enginn samanburður hefur hingað til verið gerður á kemískum og lífrænum litarefnum í bleikjufóðri eins og hér er stefnt að.
Starfsmaður
-
Jón Árnason
Verkefnastjóri
jon.arnason ( hjá ) matis.is
+354 422 5073
Styrkt af
- Tækniþróunarsjóður
Samstarfsaðilar
- Fóðurverksmiðjan Laxá hf
- Íslandsbleikja ehf
- Nofima í Noregi
- ADM Specialty Ingredients (Europe) B.V