Fituflegnar ufsaafurðir
Markmiðið með forverkefninu er að kanna hvort auka megi verðmæti með fitufláninu ufsaflaka.
Verkefnastjóri
Markmiðið með forverkefninu er að kanna hvort auka megi verðmæti með fitufláninu ufsaflaka. Með fitufláningu gæti verið hægt að skipta ufsaflaki í hvítt og verðmætt hnakkastykki og aukafurðir sem eru sporðstykki, roð og brúnn feitur afskurður.
Í verkefninu verður:
- kannaður gæðamunur á venjulegum og fituflegnum ufsaflökum
- athugaður væntanlegur verðmunur á venjulegum og fituflegnum ufsaflökum
- könnuð nýting við hefðbundna flökun og fitufláningu
- kannaðar leiðir til nýtingar á aukafurðum sem falla til við fitufláningu
Verkefninu lauk 1.10.2009
Styrkt af
- AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi
Samstarfsaðilar
- Godthaab í Nöf