• iStock_icecube

Sókn á ný mið

Meginmarkmið verkefnis er þróun nýs búnaðar og ferla við þíðingu á slægðum bolfiski til vinnslu.

Meginmarkmið verkefnis er þróun nýs búnaðar og ferla við þíðingu á slægðum bolfiski til vinnslu. Vegna samdráttar í veiðum á Íslandi nýta íslenskir fiskframleiðendur sér þann kost að kaupa frosið hráefni af erlendum aðilum meira en áður og á þessi hráefnisöflun eftir að aukast enn frekar.  Fyrirtæki eru einnig farin að frysta hluta af eigin afla til að jafna hráefnisöflun fyrir vinnslu og minnka sveiflur vegna aflabragða.  Með þessu móti má einnig leita á fjarlægari mið þaðan sem sigling með ferskt hráefni er ekki möguleg.   Það sem helst hefur hamlað því að ekki er gert meira af því að þíða fisk í dag eru mannfrekar og frumstæðar aðferðir við þíðingu og skortur á þekkingu á því hvaða aðferð hentar best við þessa vinnslu.

Starfsmaður

Styrkt af

  • Tækniþróunarsjóður

Samstarfsaðilar

  • Albert Högnasson - 3X Technology ehf
  • Ágúst Torfi Hauksson - Brim hf

Til baka í öll verkefni