• lysa

Breytileiki á eiginleikum lýsu eftir árstíma

Markmiðið er að byggja upp ákveðinn þekkingargrunn fyrir lýsu (Merlangius merlangus) og fá upplýsingar um breytileika á gæðaeiginleikum og vinnslunýtingu hennar eftir árstíma.

Verkefnastjóri

Markmiðið er að byggja upp ákveðinn þekkingargrunn fyrir lýsu (Merlangius merlangus) og fá upplýsingar um breytileika á gæðaeiginleikum og vinnslunýtingu hennar eftir árstíma. Ýsa verður notuð sem viðmiðunarhópur. Engar upplýsingar eru til um gæðaeiginleika og vinnslunýtingu lýsu á mismunandi árstímum. Sú þekking sem mun skapast í verkefninu er mikilvæg fyrir útgerðarmenn sem gera út á lýsu, og leiðir til auðveldari stýringar við áframhaldandi vinnslu til að ná hámarksgæðum afurðar, miðað við mismunandi árstíma.

Lýsa (Merlangius marlangus) er fiskur af þorskaætt og telst ekki mikilvæg sem nytjafiskur eins og þorskur, ýsa og ufsi, en er almennt talin góður matfiskur. Varðveisla gæðaeiginleika hráefnis og góð nýting þess eru tvær af höfuðforsendum þess að íslenskur sjávarútvegur geti myndað eins mikil verðmæti og mögulegt er úr þeirri takmörkuðu auðlind sem fiskistofnarnir við landið eru.

Styrkt af

  • Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Tengd skjöl

Til baka í öll verkefni