Síld: erfðafræði og vinnslueiginleikar
Markmið verkefnisins er að þróa erfðagreiningarsett með 20-25 birtum erfðamörkum og meta erfðabreytileika síldar
Verkefnastjóri
-
Anna Kristín Daníelsdóttir
Aðstoðarforstjóri
anna.k.danielsdottir ( hjá ) matis.is
+354 422 5014
Markmið verkefnisins er að þróa erfðagreiningarsett með 20-25 birtum erfðamörkum og meta erfðabreytileika síldar Að nota erfðasamsetningu, kvarnagreiningar og aðra líffræðilega þætti til aðgreiningar stofneininga. Að athuga tengsl á milli stofngerða og vinnslueiginleika íslensku síldarinnar. Niðurstöður forverkefnisins munu leggja grunn að stærra verkefni sem nýta má m.a. við sjálfbæra fiskveiðistjórnun. Verkefnið mun nýtast útgerðum til að meta á auðveldan hátt hlutfall íslensku og norsk íslensku síldarinnar í blönduðum afla. Verkefnið hefur hlotið styrk frá innlendum sjóði en það er hluti af norrænu verkefni sem hefur einnig verið styrkt að hluta. Í norræna verkefninu verða 5 síldarstofnar rannsakaðir.
Styrkt af
- Verkefnasjóður sjávarútvegsins
Samstarfsaðilar
- Síldarvinnslan hf
- Hafrannsóknastofnunin
- Faroese Fisheries Laboratory
- University of the Faroe Islands
- Institute of Marine Research. Bergen. Norway