Verðmæti úr hliðarafurðum slátrunar og kjötvinnslu
Verkefnið er um að auka vermæti og gjaldeyristekjur úr hliðarafurðum slátrunar- og kjötvinnslu Kaupfélags Skagfirðinga.
Verkefnið er um að auka verðmæti og gjaldeyristekjur úr hliðarafurðum slátrunar- og kjötvinnslu Kaupfélags Skagfirðinga. Tæknilegt markmið þess er finna, aðlaga og þróa vinnsluaðferðir sem breyta hliðarafurðum úr ódýrum mannamat, fóðri og úrgangi í dýrar sérvörur sem seldar verða til viðskiptavina í öðrum löndum. Markmið í rannsóknum og menntun er að taka þátt í og efla klasasamstarf og stuðla að þjálfun ungra vísindamanna í Verinu á Sauðárkróki. Verkefnið er um þróun á vörum úr görnum og vömbum, bætta nýtingu á blóði og innmat. Seint á árinu verður frostþurrkun á líffærum til lyfja- og lífefnaframleiðslu prófuð. Þess er vænst að við lok verkefnisins muni KS fá umtalsverðar tekjur af útflutningi afurða úr hliðarafurðum slátrunar- og kjötvinnslu.
Starfsmaður
-
Guðjón Þorkelsson
Stefnumótandi sérfræðingur
gudjon.thorkelsson ( hjá ) matis.is
+354 422 5044
Styrkt af
- Framleiðnisjóður Landbúnaðarins