• iStock_lax

mtDNA raðgreining á löxum

Raðgreining var gerð á um 7800 bösum úr 10 mismunandi svæðum (genum) í mtDNA í laxi.

Raðgreining var gerð á um 7800 bösum úr 10 mismunandi svæðum (genum) í mtDNA í laxi. Genunum 10 var skipt upp í 400 basa búta þannig að alls voru raðgreindir 20 bútar úr 576 mismunandi einstaklingum af öllu útbreiðslusvæði Atlandshafslaxins. Notuð voru 6-12 sýni frá hverju svæði (samtals 576 sýni) Með samanburði á raðgreiningum á einstaklingum frá ákveðnu svæði við önnur svæði í þýðinu mátti finna breytileika sem var sérstakur fyrir viðkomandi hóp(a). Alls tókst að finna um 400 erfðamörk (SNP´s) í þessu verkefni sem gefur gríðlega miklar upplýsingar um breytileika innan Atlandshafslaxins og mun nýtast í að svara spurningum um þróun og útbreiðslu laxa í Atlandshafinu. Þetta var fyrsta skipti sem svo umfangsmikið verkefni var unnið á þennan hátt í nýrri gerð af raðgreiningarvél sem Matís fékk árið 2009. Verið er að skrifa greinar bæði um tæknina sem notuð var og einnig um niðurstöður sem fengust úr þessu verkefni. Gert er ráð fyrir að 4 greinar verið birtar úr þessum niðurstöðum.

Verkefnislok : 30.11.2009

Starfsmaður

Styrkt af

  • FRS

Samstarfsaðilar

  • Chalmers University of Technology
  • University of Ljubljana
  • Iceprotein ehf.

Til baka í öll verkefni