• iStock_bleikja

Áhrif hitastigs á vöxt og orkubúskap bleikju

Meginmarkmið verkefnisins er að meta vaxtargetu, fóðurþörf og orkubúskap bleikju við mismunandi hitastig.

Meginmarkmið verkefnisins er að meta vaxtargetu, fóðurþörf og orkubúskap bleikju við mismunandi hitastig. Jafnframt verður rannsakað hvernig geta bleikju til þess að mæta orkuþörfum vaxtar breytist við mismunandi hitastig. Eldishiti ræður mestu um vaxtarhraða og fóðurþörf fiska, en þessir þættir hafa grundvallaráhrif á afkomu fiskeldisstöðva. Bleikjan er hánorræn tegund sem er vel aðlöguð til þess að lifa við lágt hitastig. Bleikjan þrífst og vex á hitastigbilinu frá 1°C upp í 18°C. Vaxtarhraði bleikjunnar er hins vegar mestur við 15-16°C. Þar sem eldishitinn hefur mikil áhrif á rekstrarforsendur eldisstöðva verða niðurstöður úr verkefninu mikilvægt innlegg við mat á hagkvæmni bleikjueldis við mismunandi aðstæður.

Starfsmaður

Styrkt af

  • Framleiðnisjóður Landbúnaðarins
  • Vaxtarsamningur Norðurlands

Samstarfsaðilar

  • Háskólann á Hólum
  • Akvaplan Niva á Íslandi
  • Verið - Vísindagarðar

Til baka í öll verkefni