• iStock_thang

Lífvirk efni úr sjávarfangi: frá uppruna til hvarfstöðva

Markmið verkefnisins er að rannsaka afdrif lífvirkra efna úr sjávarfangi frá hráefni til frumuviðtaka.

Verkefnastjóri

Markmið verkefnisins er að rannsaka afdrif lífvirkra efna úr sjávarfangi (langra n-3 fjölómettaða fitusýra (LC n-3 PUFA), peptíðum unnin úr sjávarfangi og fjölfenólum úr sjávar-þörungum) frá hráefni til frumuviðtaka. Markmiðið er að rannska hugsanlegt tap á lífvirkni, eiturvirkni þeirra eða breytingar í próteintjáningu vegna oxunar lífvirku efnanna, annað hvort fyrir meltingu eða við meltingu. Þekking á áhrifum skammtastærða, matvæla og víxlverkan milli þeirra er mikilvæg við þróun öruggs markfæðis með lífvirkum efnum unnum úr sjávarfangi. Verkefnið verður framkvæmt í nánu samstarfi við Chalmers háskólann, Háskólann í Ljubljana og Iceprotein á Íslandi.

Styrkt af

  • Rannsóknarsjóður

Samstarfsaðilar

  • Chalmers University
  • Ljubljana University
  • Iceprotein ehf.

Til baka í öll verkefni