Greining áhættu-og ávinnings vegna neyslu matvæla
Markmið þessa verkefnis er að nýta þekkingu og reynslu á áhættu-og ávinningsgreiningu sem byggð hefur verið upp á öðrum fræðasviðum og aðlaga þær aðferðir að matvæla- og næringarfræði.
Markmið þessa verkefnis er að nýta þekkingu og reynslu á áhættu-og ávinningsgreiningu sem byggð hefur verið upp á öðrum fræðasviðum s.s. læknis- og lyfjafræði, örverufræði, umhverfisfræðum, félags- og hagfræði og aðlaga þær aðferðir að matvæla- og næringarfræði. Ætlunin er að safna gögnum og nýta sér reynslu sem byggð hefur verið upp á þeim fræðasviðum sem nota áhættu-og ávinningsgreiningu í dag og yfirfæra þessa þekkingu og þróa aðferðir sem henta á sviði matvæla. Hlutverk Matís er að safna gögnum og nýta sér þá reynslu sem byggð hefur verið upp á sviði örverufræði um áhættumat og yfirfæra þessa þekkingu til að þróa aðferðir fyrir áhættu-og ávinningsgreiningu í matvælum. Verkefnið er SAFEFOODERA verkefni sem valið hefur verið af NICE til þess að mynda þekkingarklasa um greiningu áhættu-og ávinnings vegna neyslu matvæla.
Starfsmaður
Styrkt af
- Matís ohf
Samstarfsaðilar
- Maastricht University. The Netherlands
- Matforsk AS/Nofima Food. Norway
- Charles University. Prague. Czech Republic
- FoodGroup Denmark & Nordic NutriScience
- National Public Healt Institute. KTL. Finland
- The National Institute for Public Health and the Environment. The Netherlands