• iStock_fiskibatur

Nýsköpun í sjávarútvegi á Norðurlöndunum

Verkefninu er ætlað að kortleggja helstu sóknarfæri fyrir nýsköpun í sjávarútvegi og skyldum greinum á Norðurlöndunum ásamt þeim fjármögnunarmöguleikum sem til staðar eru. 

Verkefnastjóri

NorMarIn er verkefni fjármagnað af Nordic Innovation Centre sem ætlað er að kortleggja helstu sóknarfæri fyrir nýsköpun í sjávarútvegi og skyldum greinum á Norðurlöndunum ásamt þeim fjármögnunarmöguleikum sem til staðar eru.  Horft verður til allra þátta sjávarútvegs, fiskvinnslu og stoðgreina; með sérstakri áherslu á veiðarfæri, lífefnafræði, vinnslu, rekjanleika og fiskeldi.
Leitast verður við að greina þá sjóði sem ætlað er að styðja við nýsköpun í greininni og mat lagt á hvort unnt sé að bæta skilvirkni sjóðanna. Verkefnið er unnið af Matís og Sintef.

Styrkt af

  • NICe - Nordic Innovation Center

Samstarfsaðilar

  • SINTEF

Til baka í öll verkefni