Bragð og beitarhagar
Verkefnið snýst um að rannsaka hvort munur er á eiginleikum og bragði lambakjöts eftir beitarhögum og uppruna lamba í þeim.
Verkefnastjóri
-
Guðjón Þorkelsson
Stefnumótandi sérfræðingur
gudjon.thorkelsson ( hjá ) matis.is
+354 422 5044
Verkefnið snýst um að rannsaka hvort munur er á eiginleikum og bragði lambakjöts eftir beitarhögum og uppruna lamba í þeim. Tilgangurinn er að styrkja enn frekar grunninn fyrir vinnslu og sölu lambakjöts beint frá býli út frá sérkennum hvers svæðis. Verkefnið er unnið í samstarfi Austurlambs, bæjanna Hákonarstaða og Útstekks svo og Gunnarsstaða í Þistilfirði, Matís og Félags matreiðslumeistara. Það skiptist í undirbúning hjá bændum, slátrun og sýnatöku, mælingar á bragð og lyktarefnum, mat á matreiðslueiginleikum, uppgjör og kynningu. Með verkefninu er vonast til að geta greint á smáatriðum frá bragði og eiginleikum kjöts lamba af mismunandi beitarhögum til að nota við að selja kjötið á markaði fyrir staðbundið lambakjöt.
Styrkt af
- Framleiðnisjóður landbúnaðarins
Samstarfsaðilar
- Austurlamb
- Hákonarstaðir
- Gunnarsstaðir
- Búnaðarsamband Austurlands