• iStock_brunhaena

Erfðafjölbreytni íslenskra landnámshænsna

Megin markmið verkefnisins er að framkvæma greiningu á erfðafjölbreytni innan stofns íslensku landnámshænunnar með arfgerðargreiningu

Megin markmið verkefnisins er að framkvæma greiningu á erfðafjölbreytni innan stofns íslensku landnámshænunnar með arfgerðargreiningu. Verkefnið ætti að geta lagt grunn að varðveislu á erfðafjölbreytni stofnsins auk þess að svara ýmsum spurningum varðandi erfðafræðilega samsetningu stofnsins. Til að mynda er áhugi á að vita hvaða fuglar eru upprunnir af einstaklingum sem hafa blandast við erlend hænsnakyn, en sú vitneskja er forsenda þess að hægt sé að viðhalda hér kynhreinum stofni. Upplýsingar af þessu tagi myndu nýtast ræktendum vel við val á undaneldisdýrum. Verkefnið er mikilvægur liður í varðveislu stofnsins og styrkir stöðu okkar varðandi alþjóðlegar skuldbindingar um varðveislu erfðaauðlinda.

Starfsmaður

Styrkt af

  • Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Samstarfsaðilar

  • Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna
  • Landbúnaðarháskólinn

Til baka í öll verkefni