• Surtsey

Landnám örvera í Surtsey

Í þessar rannsókn er markmiðið að safna mismunandi sýnum til að fá fram grófa mynd af útbreiðslu örvera í Surtsey með aðferðum sem eru nákvæmari og hafa ekki verið notaðar áður.

Verkefnastjóri

Í þessar rannsókn er markmiðið að safna mismunandi sýnum til að fá fram grófa mynd af útbreiðslu örvera í Surtsey með aðferðum sem eru nákvæmari og hafa ekki verið notaðar áður. Áhersla verður lögð á að kanna hvort og hvernig örveru eru til staðar í ólíku umhverfi.  Í fyrsta lagi verða tekin yfirborðsýni til að kanna landnám og dreifingu sjúkdómsvaldandi örvera. Athugað verður hvort Salmonella, Campylobacter, Listeria, Clostridium og Bacillus bakteríur finnist á yfirborði eyjunnar. Í öðru lagi verður tekin sýni úr borholu sem er til staðar og lífríki hennar kannað. Borholan flokkast sem neðanjarðarbúsvæði (jaðarbúsvæði) þar sem sjór kemur að neðan og ferskvatn að ofan. Hitastigull holunar er frá hitastigi sjávar að 130°C og selta frá seltu sjávar að ferskvatnsgildi.  Niðurstöður koma til með að sýna hvernig örverur lifa milli berglaga sem Surtsey er mynduð úr og gefa mikilvægar upplýsingar um flutningsleiðir örvera. Í þriðja lagi verður berg eða grjót tekið til að skoða landnám örvera inn í bergið en örverur taka þátt í veðrun bergs. Fyrirhugaðar rannsóknir hafa ekki verið framkvæmdar áður á svo ungu og einangraðu landsvæði.

Styrkt af

  • Rannsóknasjóður

Til baka í öll verkefni