Bætt frjóvgun lúðuhrogna
Markmið verkefnisins er að skilgreina þá þætti sem áhrif hafa á gæði lúðuhrogna m.t.t. frjóvgunarprósentu þeirra og sem hugsanlega má stjórna. Fylgja á eftir einstökum fiskum yfir hrygningartímann og rannsaka hrogn frá þeim m.t.t. eiginleika og bakteríuflóru. Jafnframt verða notaðar mismunandi aðferðir við frjóvgun hrogna og áhrif þess á frjóvgunarprósentu skoðuð.
Ef markmið verkefnisins nást, stuðlar það að mikilli aukningu verðmæta í framleiðslu lúðuseiða í eldi. Einn helsti flöskuhálsinn í framleiðslu seiða er léleg frjóvgunarprósenta hrogna og ætla má að bæting í frjóvgun hrogna geti skapað nauðsynlegar forsendur fyrir aukinni framleiðslu seiða og þannig aukið verðmæti sjávarfangs. Megin ávinningur verkefnisins felst í bættum gæðum og nýtingu hrogna, minni þörf fyrir að halda mikinn fjölda klakfiska og jafnframt auknum fjölda lirfa í startfóðrun sem skilar sér í auknum seiðafjölda og tekjum í samræmi við það.
Starfsmaður
-
Jónína Jóhannsdóttir
Sérfræðingur
jonina.johannsdottir ( hjá ) matis.is
+354 422 5075
Styrkt af
- AVS - rannsóknasjóður í sjávarútvegi
Samstarfsaðilar
- Fiskey hf
- Høgskolen i Bødø