Matkorn
Viðfangsefnið er að hagnýta niðurstöður úr verkefninu Aukin verðmæti úr íslensku byggi, sem Framleiðnisjóður styrkti á árunum 2006-8, og koma notkun byggs á skrið í matvælaiðnaði.
Verkefnastjóri
-
Ólafur Reykdal
Verkefnastjóri
olafur.reykdal ( hjá ) matis.is
+354 422 5098
Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkti á árunum 2006-2008 verkefni um efnainnihald íslensks byggs og hagnýtingu þess til matvælaframleiðslu (Ólafur Reykdal o.fl. 2008). Í verkefninu var sýnt fram á að bygg sem ræktað var á mismunandi stöðum á landinu í tvö ár hafði í aðalatriðum svipaða efnasamsetningu og innflutt bygg. Mat var lagt á öryggi byggsins með mælingum á örverum og aðskotaefnum og kom ekkert í ljós sem mælti gegn notkun á íslenska bygginu til manneldis. Tilraunir til að baka brauð úr íslensku byggi gáfu góðan árangur. Einnig tókst að framleiða byggmalt og bjór af fullnægjandi gæðum. Þessum góða árangri þarf að fylgja eftir með framleiðslu byggafurða sem víðast á Íslandi.
Markmið verkefnis eru að (1) Taka saman gæðakröfur fyrir bygg til notkunar í viðskiptum. (2) Taka saman lýsingu á góðum framleiðsluháttum og innra eftirlit fyrir framleiðendur sem selja bygg til matvælaframleiðslu eða nota það í matvælavinnslu í héraði. (3) Miðla upplýsingum um notkunarmöguleika byggs til bökunariðnaðar og almennings. (4) Forkönnun á viðhorfum íslenskra neytenda til innlendra kornvara. (5) Undirbúa möltun í smáum skala.
Styrkt af
- Framleiðnisjóður Landbúnaðarins
Samstarfsaðilar
- Landbúnaðarháskóli Íslands
- Eyrarbúið ehf