• iStock_cook

Fiskur í mynd

Markmið verkefnisins er að efla neyslu íslensks sjávarfangs, auka verðmæti og jákvæðari ímynd þess innanlands sem utan.

Markmið verkefnisins er að efla neyslu íslensks sjávarfangs, auka verðmæti og jákvæðari ímynd þess innanlands sem utan. Þetta verður gert með því að búa til matreiðslu-/fræðsluþætti fyrir sjónvarp og kynna með þeim óþrjótandi möguleika íslensks sjávarfangs sem hráefnis. Lögð verður áhersla á að kynna eldunaraðferðir, meðhöndlun, sérstöðu, gæði og möguleika staðbundins hráefnis hringinn í kringum landið á nýstárlegan og spennandi hátt. Rannsóknir sýna að matreiðsluþættir geta haft áhrif á neyslu fólks, auka neyslu á því hráefni sem um er fjallað og þar með skilað sér í auknum tekjum til söluaðila. Tækifæri eru því til að sporna við neikvæðri þróun á neyslu fisks sem og að bæta afkomu sjávarútvegsins. Viðskiptaleg markmið eru að selja þættina til sýninga bæði hérlendis sem erlendis.

Styrkt af

  • AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Samstarfsaðilar

  • Sagafilm
  • Sveinn Kjartansson
  • Áslaug Snorradóttir

Til baka í öll verkefni