• iStock_shrimp

Bestun á þíðingar- og ílagnarferli rækju til pillunar

Markmið verkefnisins er að bæta rekstrargrundvöll rækjuiðnaðarins og samkeppnisstöðu íslenskrar rækjuvinnslu.

Markmið verkefnisins er að bæta rekstrargrundvöll rækjuiðnaðarins og samkeppnisstöðu íslenskrar rækjuvinnslu og samtímis styrkja greinina svo arðbært verði að hefja úthafsveiðar á rækju af Íslandsmiðum.

Leiðir að markmiðinu er:
  1. að afla þekkingar til að geta ferlastýrt vinnsluferli rækju með áherslu á nýtingu í vinnslurásinni, lágmarka þau efni sem skolast úr hráefninu og að hámarka gæði afurða. 
  2. að besta vinnsluferla á fyrstu stigum rækjuframleiðslu, með tilliti til nýtingar, gæða og auðveldleika pillunar.
  3. að greina mikilvægustu þætti til stýringar á  þíðingarferli og ílagnarferli og hvort og þá með hvaða hætti þessir tveir ferlar ættu að skarast.
  4. könnun á möguleikum endurnotkunar á vökva úr lageringstönkum og hugsanleg úrvinnsla úrleystra efna úr vökvanum.

Styrkt af

  • AVS - Rannsóknarsjóður í sjávarútvegi

Samstarfsaðilar

  • Hólmadrangur ehf.
  • Dögun ehf.

Til baka í öll verkefni