• skyr

Sérstaða hefbundins skyrs

Markmiðið er að afla þekkingar og gera rannsóknir á hefðbundnu skyri sem fyrsta skrefið að því markmiði að fá alþjóðlega viðurkenningu á því sem sérstæðri íslenskri vöru.

Verkefnastjóri

Markmiðið er að afla þekkingar og gera rannsóknir á hefðbundnu skyri sem fyrsta skrefið að því markmiði að fá alþjóðlega viðurkenningu á því sem sérstæðri íslenskri vöru. Gildi verkefnisins felst í því að auka þekkingu og afla viðurkenningar á sérstöðu skyrs. Slík viðurkenning skiptir miklu máli í markaðssetningu skyrs erlendis auk þess sem hún ætti að styrkja staðbundna framleiðslu á skyri og  þar með fjölbreytni t.a.m. í  tengslum við matarferðamennsku. Reynslan sem fæst við vinnu verkefnisins getur verið mikilvæg fyrir sambærilega alþjóðlega viðurkenningu á öðrum íslenskum afurðum.

Skyr er hefbundin íslensk afurð sem virðist hafa verið gerð á Íslandi frá landnámi, en mjólkurafurð undir þessu sama heiti var þá þekkt á öllum Norðurlöndunum. Skyrgerð virðist þó eingöngu hafa varðveist á Íslandi. Líklega hefur skyrið á landnámsöld verið ólíkt því sem við þekkjum í dag, bæði súrara og þynnra. Mikil breyting hefur orðið á framleiðslu skyrs á síðustu öld með tilkomu verksmiðjuframleiðslu þess. Ýmsar útgáfur eru nú fáanlegar af verksmiðjuframleiddu skyri, þær eiga þó allar það sammerkt að vera töluvert frábrugðnar því heimagerða. Þá er skyr hluti af menningararfi okkar og mikilvægt að skrásetja aðferðir, samsetningu og eiginleika þess svo að sú verkþekking sem enn er til staðar glatist ekki. Þrátt fyrir það hafa fáar rannsóknir verið gerðar á hefbundnu skyri og fjölbreytileika þess.

Styrkt af

  • Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Samstarfsaðilar

  • Slow Food á Íslandi
  • Félag kúabænda á héraði
  • Búnaðarsamband Austurlands
  • Auðhumla
  • Fljótsdalshérað
  • Beint frá býli

Tengd skjöl

Til baka í öll verkefni