• iStock_ysuvinnsla

Tölvustýrðir sköfuhnífar fyrir flökunarvélar

Markmið þessa verkefnis er að hanna og smíða búnað sem hreyfir sköfuhnífa flökunarvélar með tölvustýringu.

Markmið þessa verkefnis er að hanna og smíða búnað sem hreyfir sköfuhnífa flökunarvélar með tölvustýringu. Hreyfingar sköfuhnífanna verða þróaðar þannig að göllum fækki og flakanýting aukist við vinnslu á ýsu.

Mikil þróun hefur átt sér stað á undanförnum árum við hönnun á flökunarvélum.  Tölvuvædd stjórnun við innmötun og skurð hefur bætt flakanýtingu umtalsvert og er nú svo komið að lítill munur er orðinn á nýtingu milli handflökunar og vélflökunar.  Vélflökun á ýsu hefur þó setið nokkuð eftir þar sem erfitt getur verið við hana að eiga, sökum smæðar og lítils þéttleika í holdi.  Þannig getur verið erfitt að stilla réttan þrýsting við flökun þannig að sem mest af flakinu komi með án þess að hluti beinagarðs fylgi.  Í dag er hægt að stilla þrýstinginn á sköfuhnífunum handvirkt og er þannig mögulegt að taka mið af því hráefni sem verið er að vinna í hvert skipti fyrir sig.  Þessi aðferð er hins vegar tímafrek og ónákvæm.

Hjá Fiskvélar og Tæki ehf starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga á sviði framleiðslu og hönnunar á fiskvinnsluvélum.  Fyrirtækið hefur með góðum árangri sérhæft sig í framleiðslu á vélum fyrir vinnslu á smáýsu.  Fiskvélar og tæki ehf. mun sjá um hönnun og smíði á tölvustýrðu sköfuhnífunum. Jörgen Wolfram Gunnarsson hjá Fiskvélum og tækni er verkefnastjóri þessa rannsóknarverkefnis.

Starfsmaður

Styrkt af

  • AVS - Rannsóknarsjóður í sjávarútvegi

Samstarfsaðilar

  • Fiskvélar og tæki ehf. (verkefnastjórnun)
  • Ný-Fiskur ehf
  • Hraðfrystihús hellissands hf.

Tengd skjöl

Til baka í öll verkefni