• kviar

Bestun á útsetningarstærð og tíma þorskseiða

Verkefnið miðar að því að draga úr afföllum þorskseiða á fyrsta ári í eldiskvíum.

Verkefnið miðar að því að draga úr afföllum þorskseiða á fyrsta ári í eldiskvíum. Í þeim tilgangi verður kannað samspil útsetningarstærðar, útsetningartíma, umhverfisþátta og atferlis sem stýribreyta á afföll og vöxt. Innan þess ramma verður fýsileiki haustútsetninga á klakseiðum frá hausti metinn.

Afföll á eldisþorski kvíum er verulegt vandamál í íslensku þorskeldi. Þannig hafa mælingar sýnt að afföll geti verið á bilinu 30 – 60% á eldistímanum. Þetta er í samræmi við reynslu Norðmanna. Á þorskeldisráðstefnu í Bergen í Noregi (13. - 16. febrúar 2007) kom fram að óútskýrð afföll í norsku þorskeldi eru veruleg og nokkuð svipuð því sem sést hafa í mælingum hér á landi. Fram kom að mögulegar orsakir óútskýrðra affalla séu lélegur eldisbúnaður en einnig komi til sjálfrán o.fl.

Hvað það er sem er afgerandi þáttur í afföllum þorskseiða í kvíaeldi er ekki að fullu vitað. Eitt virðist vera ljóst, seiði sem flutt eru úr strandeldi í kvíar bregðast oft við á þann hátt að þjappa sér saman niður við botn kvíar og oftar en ekki tekur það töluverðan tíma að aðlaga þau að fóðurtöku í kvíum. Hugsanlega spila margir þættir saman s.s. umhverfisþættir eins og sjávarhiti og birta svo og stærð og atferli þorskseiðana. Mikilvægt er að skoða þessa þætti vandlega þannig gæti verið um samverkandi áhrif allra þessara þátta að ræða.

Starfsmenn

Styrkt af

  • AVS - rannsóknarsjóður í sjávarútvegi

Samstarfsaðilar

  • HB-Grandi Fiskeldi (verkefnastjórnun)
  • Hraðfrystihúsið Gunnvör
  • Rannsókna og Fræðasetur HÍ -Bolungarvík
  • Stofnfiskur hf.

Til baka í öll verkefni