• Hangikjot

Þurrkað lambakjöt

Niðurstöður verkefnisins verða ráðleggingar og tillögur um frekar rannsóknarvinnu í því skyni að styrkja lambakjöts framleiðslu og framleiðslu á hefðbundnum þurrkuðu og reyktu lambakjöti.

Verkefnastjóri

Markmið verkefnisins er að kanna áhuga og þörf á norrænu rannsóknar- og þróunarverkefni til að leysa sameiginleg öryggis- og gæðavandamál og verkefni í framleiðslu, markaðsmálum og skráningu á þeim ferlum og eiginleikum þurrkaðs og reykts kjöts, þ.á.m. hangikjöt, skerpikjöt og fenalår. Þetta er stutt rannsóknarverkefni þar sem samstarfsaðilar frá þremur löndum koma saman til að kynna hvað er að gerast í löndum sínum varðandi:

- Vísindalega skráningu ferla og vörur
- Merkingar og rekjanleika upplýsinga
- Þjálfun, gæði og öryggi
- Aukning á staðbundnum matvælum og hefðum

Niðurstöður verkefnisins verða bæði ráðleggingar og tillögur um frekar rannsóknarvinnu í því skyni að styrkja lambakjötsframleiðslu, framleiðslu á hefðbundnu þurrkuðu og reyktu lambakjöt, ásamt því að styrkja matarferðamennsku landanna með því að tryggja gæði, öryggi og vernda landfræðilegan uppruna vöru.

Verknr: 1936

Styrkt af

  • NORA - Nordic Atlantic Cooperation

Til baka í öll verkefni