Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland
Markmið með þessari vöktun er að uppfylla skuldbindingar Íslands varðandi Oslóar- og Parísarsamninginn (OSPAR), auk AMAP (Artic Monitoring Assessment Program).
Verkefnastjóri
Markmið með þessari vöktun er að uppfylla skuldbindingar Íslands varðandi Oslóar- og Parísarsamninginn (OSPAR), auk AMAP (Artic Monitoring Assessment Program). Gögnin hafa verið send í gagnabanka Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES). Hafrannsóknastofnun sér um að afla sýna og hefur Matís umsjón með undirbúningi sýna og mælingum á snefilefnum í lífríki hafsins. Sýnin eru mæld hjá rannsóknarstofum Matís og á Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði. Mæld verða ýmis ólífræn snefilefni og klórlífræn efni í þorski veiddum í árlegu vorralli Hafró og í kræklingi sem safnað er á 11 stöðum í kringum landið í ágúst/sept. Vöktun í lífríki sjávar við Ísland hófst 1989 og er gögnum safnað saman í gagnagrunn.
Styrkt af
- Umhverfisráðuneytið
Samstarfsaðilar
- Umhverfisráðuneytið