• Humarhótelið á Höfn

Móttökustöð lifandi sjávardýra

Markmið verkefnisins er að opna móttökustöð í Vestmannaeyjum fyrir lifandi sjávardýr en þar er aðgangur að hreinum sjó úr borholum nægur.

Markmið verkefnisins er að opna móttökustöð í Vestmannaeyjum fyrir lifandi sjávardýr en þar er aðgangur að hreinum sjó úr borholum nægur. Slíkar stöðvar eru vel þekktar erlendis en slík stöð yrði nýjung á Íslandi. Þekking á þeim búnaði sem þarf til að halda sjávardýrum á lífi er til staðar og er eitt af meginmarkmiðum verkefnisins að setja upp fullkomna tilraunaaðstöðu til móttöku á lifandi sjávardýrum.
Eðli móttökustöðva fyrir lifandi sjávardýr er að geta geymt dýrin án þess að þau tapi gæðum þar til markaðsaðstæður og eftirspurn henta og verð eru hagstæð. Tegundirnar sem unnið verður með fyrst í stað er Leturhumar (Nephrops norvegicus) og Öðuskel (Modolus modiolus). Aðrar tegundir eru Kræklingur (Mytilus edulis), Kúfskel (Arctica islandica), Hörpudiskur (Chlamis islandica) og Beitukóngur (Buccinum undatum) ásamt tegundahópum eins og Sæbjúgum og Marglyttum.

Verknr:1938

Styrkt af

  • Þekkingarsetur Vestmannaeyja

Til baka í öll verkefni