• iStock_waterglass

Gæðavatn - Greining mæligagna í gæðaeftirliti kalds vatns

Markmið verkefnisins er að svara spurningum um hvort marktækar breytingar hafi orðið á ýmsum örveru-, efna- og eðlisfræðilegum eiginleikum neysluvatnsins á síðustu 12 árum í völdum vatnsveitum Orkuveitu Reykjavíkur.

Verkefnastjóri

Síðustu áratugi hefur verið fylgst með gæðum vatns á Íslandi til að tryggja heilnæmi vörunnar.  Árið 2001 var gefin út ný neysluvatnsreglugerð en hún er byggð á neysluvatnsreglugerð Evrópusambandsins.  Með nýju reglugerðinni var krafist víðtækrar heildarúttektar á örveru-, eðlis- og efnaþáttum í neysluvatni úr öllum stærri vatnsveitum en þó mun sjaldnar en segir til um í reglubundnu eftirliti. Mjög mikið er til af mæligögnum af neysluvatni sem að mestu eru komin til vegna opinbers eftirlits og innra eftirlits vatnsveitna.  Með úrvinnslu gagnanna verður leitast við að svara spurningum um hvort marktækar breytingar hafi orðið á ýmsum örveru-, efna- og eðlisfræðilegum eiginleikum neysluvatnsins á síðustu 12 árum í völdum vatnsveitum Orkuveitu Reykjavíkur. Til að sannreyna og styðja þær upplýsingar sem greining á fyrrnefndum upplýsingargögnum gefur til kynna þá verður gerð rauntímarannsókn á örveru- efna- og eðlisþáttum í vatnsbólum og sérvöldum stöðum í dreifikerfi.  Einnig verður rannsakað samsetning örverusamfélagsins í neysluvatni með sameindafræðilegum aðferðum.  Markmið verkefnisins eru: 1) Kerfisbundin greining gagna úr örveru- eðlis- og efnagreiningum á neysluvatni,  2) Afla upplýsinga úr gögnum um möguleg staðbundin áhrif af völdum veðurfars og hitastigs á örveruinnihald, efnainnihald og eðliseiginleika neysluvatns í vatnsbólum, 3)  Afla upplýsinga úr gögnum um áhrif dreifikerfis á örveruinnihald, efnainnihald og eðliseiginleika neysluvatns, 4)  Setja upp rannsókn til að sannreyna og styðja þær upplýsingar sem greining á fyrrnefndum upplýsingargögnum gefur til kynna, 5)  Kanna möguleika á að nota gagnagrunnsupplýsingar og niðurstöður rannsókna til að endurskoða og bæta gæða- og öryggiskerfi vatnsveitna.

Styrkt af

  • Orkuveita Reykjavíkur

Samstarfsaðilar

  • Orkuveita Reykjavíkur

Til baka í öll verkefni