Sjálfvirk þrif í matvælavinnslu
Þróuð verður og markaðssett tækni til sívirkra og sjálfvirkra þrifa í matvælavinnslu, sem er nýjung á alþjóðlega vísu.
Þróuð verður og markaðssett tækni til sívirkra og sjálfvirkra þrifa í matvælavinnslu, sem er nýjung á alþjóðlega vísu. Vaxandi kröfur eru frá matvælavinnslum um tækni til sjálfvirkra þrifa, þar sem ávinningurinn yrði: (i) skemmri tími, (ii) minni mannafli, (iii) bættur og jafnari árangur, (iv) bætt nýting hreinsiefna, vatns og orku, og (v) möguleiki á að þrífa einstök tæki án þess að stöðva aðra hluta vinnslunnar. Öryggi neytenda eykst og minna af hreinsiefnum fer út í umhverfið. Í þessu verkefni verður megináhersla lögð á þróun færibanda sem verða sjálfhreinsandi. Framleiðandi tækjabúnaðar mun þróa, framleiða og markaðssetja tæknina; rannsóknafyrirtæki sem mun taka þátt í þróun tækja m.t.t. þrifa og mæla árangur nýrrar þrifatækni og matvælaframleiðandi sem mun veita aðstöðu og hráefni til prófana og taka þátt í þróun sem notandi.
Verkefnið er til tveggja ára, þar sem prófanir og hönnun fyrstu frumgerðar fer fram á fyrra árinu, en endanleg hönnun og ítarlegri lokaprófanir fara fram á því síðara. Með verkefninu verður brotið blað í þrifum matvælavinnslunnar með samvinnu verkfræðinga og örverufræðinga við að hanna þrifakerfi sérstaklega inn í færibönd. Við verkefnislok verður þessi nýja tækni markaðssett.
Starfsmaður
-
Viggó Marteinsson
Fagstjóri
viggo.th.marteinsson ( hjá ) matis.is
+354 422 5135
Styrkt af
- Tækniþróunnarsjóður
Samstarfsaðilar
- Marel hf. - heildarverkefnastjórnun
- Norðlenska matborðið ehf.