• iStock_tent

Matur & Sjálfbær ferðaþjónusta

Markmið verkefnisins er að beita þverfaglegu samstarfi til að auka umhverfislega, félagslega og hagræna sjálfbærni  í íslenskri ferðaþjónustu.

Verkefnastjóri

Markmið verkefnisins er að beita þverfaglegu samstarfi til að auka umhverfislega, félagslega og hagræna sjálfbærni  í íslenskri ferðaþjónustu.  Árangri verður náð með markvissri samþættingu staðbundinnar smáframleiðslu matvæla og ferðaþjónustu.  Með átaki um aukna nýsköpun og framleiðslu verður unnið markvisst að því að auka framboð og eftirspurn eftir staðbundnum matvælum innan ferðaþjónustunnar. Með nýstárlegri nálgun er því stefnt að því að styrkja bæði staðbundna matvælaframleiðslu og sjálfbærni í ferðaþjónustu með samtvinnun atvinnugreinanna.  Þannig er hægt að skapa ný atvinnutækifæri, efla hagvöxt og auka sjálfbærni í ferðaþjónustu.  Forsenda þessa alls er að nýta þá miklu vinnu sem nú þegar hefur farið fram innan svæðanna við að ná fram víðtæku klasastarfi hagsmunaðila í matvæla- og ferðaþjónustu og tengja það við öflugar rannsóknastofnanir sem starfa á landsvísu.

Einblöðungur um verkefnið (pdf skjal)

Neytendahegðun og viðhorf ferðamanna (pdf skjal)

Skýrslur verkefnisins:

Matur og sjálfbær ferðaþjónusta; samantekt (pdf skjal)

Sjálfbærni í staðbundinni matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu - Málþing (pdf skjal)

Matur og sjálfbær ferðaþjónusta - Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði


Styrkt af

  • Tækniþróunnarsjóður - Öndvegisstyrkur

Samstarfsaðilar

  • Atvinnuþróunarfélag suðurlands
  • Þróunarfélag austulands
  • Samband sveitafélaga á vesturlandi
  • Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Hornafirði
  • Háskóli Íslands Næringar-og matvælafræðideild
  • Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Til baka í öll verkefni