Ferskfiskur
Markmið verkefnisins er að fullþróa, setja saman og markaðssetja Gæðastokk eða greiningarsett. Tilgangur Gæðastokksins er að mæla ástand á ferskum fiski og eftirlifandi geymsluþol frá mælingu.
Verkefnastjóri
-
Eyjólfur Reynisson
Verkefnastjóri
eyjolfur.reynisson ( hjá ) matis.is
+354 422 5035
Markmið verkefnisins er að fullþróa og markaðssetja greiningarsett sem er í þróun hjá nýstofnuðu fyrirtæki ChemoBacter ehf í samvinnu við Matís. Viðskiptahugmynd verkefnisins til lengri tíma er að framleiða, markaðssetja og innleiða tæknilausnir til að bæta gæða- og framleiðslustjórnun í matvælaiðnaði. Í FreshFish verkefninu er þróun „Gæðastokksins“ langt kominn en hann mælir ástand á ferskum fiski og metur eftirlifandi geymsluþol frá mælingu. Stokkurinn mælir magn sérvirkra skemmdarörvera á innan við 5 klst og stefnt er á að innleiða tæknina í matvælaiðnaðinn innlendis og erlendis. Fyrirtækin sem standa að verkefninu eru ChemoBacter ehf., Matís ohf., Prokazyme ehf., og Havbruksinstituttet í Noregi.“ .
Styrkt af
- EraSME - Hluti af 7. rammaáætlun evrópusambandsins.
Samstarfsaðilar
- Prokazyme.
- Havbrugsinstituttet