• Fismarkadur

Fiskmarkaður fyrir almenning

Kanna grundvöll fyrir því að koma á fót fiskmarkaði á Íslandi fyrir almenning og ferðamenn

Verkefnastjóri

Markmið verkefnisins er eftirfarandi:

  • Kanna grundvöll fyrir því að koma á fót fiskmarkaði á Íslandi fyrir almenning og ferðamenn.
  • Koma með tillögur að því hverning mæti standa að slíkum markaði.
  • Skapa vettfang fyrir áhugasama aðila um stofnun fiskmarkaðs

Afurð verkefnins er samantekt á stöðu og möguleikum á því að setja upp og starfrækja fiskmarkaði í bæjarfélögum hér á landi.  Samantektin verður í formi skýrslu sem mun innihalda leiðbeiningar og tillögur að því hvað þarf til og hvernig hægt væri að koma á fót einföldum fiskmarkaði.  Sett verður upp mismunandi módel af litlum fiskmörkuðum.  Skýrsla verkefnisins verður send til hagsmunaaðila vítt um landið til að hvetja til stofnsetningar fiskmarkaðs í héraði.

Skipulagðir fiskmarkaðir fyrir almenning eru nýjung hér á landi. Margir hafa mikinn áhuga á hugmyndinni um fiskmarkað, en af einhverjum ástæðum hefur henni ekki verið komið í framkvæmd. Árið 2009 var gerð samantekt um möguleika á starfræsklu fiskmarkaðs fyrir almenning á Íslandi. Samantektin var hugsuð sem kveikja fyrir ólíka hagsmunaðila s.s. frumkvöðla, bæjarfélög og ferðaþjónustuaðila til að stuðla að því að fiskmarkaðir verði stofnaðir víðsvegar um landið og þar með styrkja tengingu neytenda við sjávarafurðir. Mikill áhugi hefur verið á verkefninu og stefnir allt í að fljótlega verði slíkur markaður stofnaður í Reykavík. Þá hafa önnur sveitafélög lýst áhuga sínum.

Draumurinn er að eftir nokkur ár geti fólk keypt sér nýtt og ferskt sjávarfang víðs vegar um landið; nálgast það sem aflast í nærumhverfinu, lært að meta gæðin, tegundafjölbreyttnina, að meðhöndla og framreiða sjávarafurðir á margvíslegan hátt. Mikilvægt er að auka almenna vitund, virðingu og þekkingu á auðlindinni til að tryggja arðbærni og sjálfbæra nýtingu hennar í framtíðinni.

Verkefni lauk 1.12.2009

Styrkt af

  • AVS - Rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Fréttir

Tengd skjöl

Til baka í öll verkefni