Verðmætarýrnun vegna galla í saltfiskafurðum
Markmið verkefnis er að bæta gæði saltfiskverkunar
Verkefnastjóri
-
Kristín A. Þórarinsdóttir
Fagstjóri
kristin.a.thorarinsdottir ( hjá ) matis.is
+354 422 5081
Markmið verkefnisins er að gera átak í gæðamálum saltfiskverkunar. Verðmætarýrnun saltfiskafurða vegna gulumyndunar hefur verið vaxandi vandamál undanfarin 1-2 ár. Um verulegt verðfall er að ræða, auk þess sem ímynd íslenskra framleiðenda hlýtur skaða af. Ekki hefur tekist að greina orsakavalda nægilega vel. Mikilvægt er að fara í markvissa greiningu á áhrifaþáttum og viðbrögðum gegn þeim til að snúa megi þróuninni við til að koma í veg fyrir frekari skaða.
Styrkt af
- AVS
Samstarfsaðilar
- Þorbjörn Fiskanes hf
- Vísir hf