Virðiskeðja og sjálfbærni

Markmið með áherslum Matís á virðiskeðjuna með sjálfbærni að leiðarljósi er að greina virðiskeðjur matvæla og stuðla að úrbótum með heildarsýn á alla hlekki keðjunnar. Áhersla er lögð á að hagnýta rekjanleika og gögn sem safnað er í matvælaiðnaði til þess að minnka rýrnun, bæta gæði, draga úr kostnaði og auka verðmætasköpun.

Matís vinnur í góðu samstarfi við matvælaframleiðendur og þjónustuaðila þeirra að hönnun og innleiðingu lausna sem auðvelda ákvarðanatöku um alla virðiskeðjuna, allt frá hráefnisöflun til neytenda. Fyrirtækið leitast einnig við að stuðla að sjálfbærri þróun í framleiðslu, vinnslu og markaðssetningu íslenskra matvæla með vistrænni, hagrænni og samfélagslegri sjálfbærni.

Lýsing

Verkefnin á þessu sviði fjalla um greiningu gagna í þágu bættrar afkomu fyrir matvælaiðnaðinn. Þau koma meðal annars inn á auðlindastjórnun, vinnsluspár, öryggi matvæla og hámörkun framlegðar með hagnýtingu verðmætamyndandi nýsköpunar. Lögð er áhersla á þátttöku í hönnun og innleiðingu lausna sem auðvelda ákvarðanatöku gegnum alla virðiskeðjuna, allt frá hráefnisöflun til neytenda. Einnig má nefna miðlun upplýsinga um ástand, sjálfbærni og uppruna fiskafurða sem seldur er á erlendum mörkuðum svo og umbætur í framleiðslu og dreifingu unninna kjötafurða á Íslandi, til að draga úr rýrnun.

 • 1981    Nýting á slógi frá fiskvinnslum
 • 1992    Samanburður á flutningsumbúðum fyrir heilan ferskan fisk
 • 2006    Afurðastjórinn    
 • 2024    Ecofishman-R&D
 • 2060    Whitefish
 • 1897    Virðiskeðja Skagafjarðar
 • 2124    Fiskveiðistjórnun til framtíðar
 • 1956    Matur & Sjálfbær ferðaþjónusta
 • 2034    Hönnun og arðsemi færanlegs lambasláturhúss
 • 2040    Ecotrofood
 • 2043    Íslenskir saltfiskframleiðendur,
 • 2046    Þróunarvinna fyrir Gæðabakstur ehf
 • 2093    Gagnasöfnun og notendaforrit fyrir Fiskvala
 • 2126    Aðgreiningarþörf bolfiskafurða
 • 2237    Matarheilindi Food integrity
 • 2212    Strandveiðar í N-Atlantshafi
 • 2213    Norrænn vinnufundur um veiðarfæri
 • 2227    Vistferilsgreining á ferskum þorskhnökkum
 • 2181    Áhrif reglugerðar á útgerðarkostnað
 • 2182    Fjárfestingastjórnun í frystitogararekstri