Þörungar

Mikilvæg vinna á sér stað hjá Matís er snýr að því að einangra smásæja þörunga og blágrænar bakteríur úr íslenskri náttúru, í sjó, á landi og í ferskvatni, með það að markmiði að skima eftir og einangra verðmæt efni úr þeim.

Lögð er áhersla á uppbyggingu á aðferðafræði, þekkingu og tækjabúnaði við þörungaræktun, söfnun sýna og mat á fjölbreytileika þeirra og rannsóknir á vaxtarskilyrðum þörunga og blágrænna baktería, einangrun þeirra og hreinsun.