Örverurannsóknir

Hjá Matís eru stundaðar rannsóknir á fjölbreytileika og dreifingu örvera í matvælum og umhverfi til að auka þekkingu á örverum og stuðla að bættu öryggi og heilnæmi íslenskra afurða.

Fjölmörg innlend og evrópsk verkefni eru unnin hjá faghópnum þar sem fjölbreytileiki og hlutverk örvera í mismunandi umhverfi er rannsakaður. Í rannsóknunum er lögð áhersla á þróun nýrra prófunar- og vöktunaraðferða í matvælum og öflun þekkingar á hvaða og hvernig örverur eru til staðar í vinnsluumhverfi þeirra. Einnig eru metin áhrif örvera á geymsluþol matvæla og týpugreiningar gerðar á sjúkdómsvaldandi örverum. Áhersla er lögð á rannsóknir á fjölbreytileika og hlutverk örvera í mismunandi umhverfi og má þar nefna hafsvæðin við Ísland og við jaðaraðstæður eins og hveri og í jökulvötnum.

Áhersla er lögð á að meta gagnsemi og skaðsemi örvera fyrir aðrar lífverur og stuðla að bættu öryggi og heilnæmi íslenskra afurða.

Sérfræðiþekking starfsmanna faghópsins nær m.a. yfir örverurannsóknir, öryggi, líftækni, erfðatækni og áhættumat.