Jaðarörverur

Hluti af starfsemi Matís er að leita að hitaþolnum ensímum sem nýta má í iðnaði og rannsóknum. Jaðarörverur (extremophiles) eru örverur sem þrífast best við jaðarskilyrði t.d. hátt/lágt hitastig; hátt/lágt sýrustig (pH); mikla seltu og mikinn þrýsting. Dæmi um þær eru hitakærar örverur sem finnast í hverum.

Matís á gott stofnasafn hitakærra örvera sem hafa verið einangraðar úr hverum í sjó og á landi allt frá árinu 1986. Hjá fyrirtækinu er unnið að rannsóknum á tegundasamsetningu hitakærra örvera í hverum á háhitasvæðum á vegum Rammaáætlunar um nýtingu á jarðvarma.Ennfremur er unnið að verkefnum þar sem leitað er að hitaþolnum ensímum sem nýta má í iðnaði og rannsóknum.