Ensím og erfðatækni

Eitt viðfangsefna Matís er að nýta íslenska náttúru með sjálfbærum hætt til framleiðslu á eftirsóttum lífefnum og ensímum. Áhersla hefur verið lögð á að finna og markaðssetja ný og betri iðnaðar- og rannsóknarensím úr hita- og kuldakærum örverum. Þar á meðal eru ýmiss konar umbreytingarensím sem breyta eiginleikum fjölsykra eins og sterkju og sellulósa. Jafnframt framleiðslu og sölu á ensímum eru gerðar endurbætur á ensímum og eru þau einnig notuð til framleiðslu á lífefnum.

Líftækni er vinnsla á lífefnum úr frumum eða frumuhlutum. Má þar nefna ensím, peptíð, amínósýrur eða annars konar lífrænar sameindir, t.d. vítamín, andoxunarefni, fjöl- og fásykrur. Líftæknideild Matís hefur unnið að ýmsum þróunarverkefnum tengdum líftækni, svo sem þróun og framleiðslu á ensímum sem nýta má í lyfjaiðnaði, þróun og framleiðslu á ýmis konar ensímum sem nýta má í erfðatækni, þróun og framleiðslu á peptíðum og þróun og framleiðslu á umbreyttum fásykrum.

Söluaðili ensíma Matís: Prokazyme