Eldi og ræktun

Mikil þekking er innan Matís þegar kemur að eldi og ræktun og snúa rannsóknir meðal annars að því að hámarka framleiðni og afrakstri við eldi og ræktun helstu nytjategunda og nýrra tegunda, með áherslu á nýtingu vannýttra hráefna og lækkun framleiðslukostnaðar án þess að komi niður á gæðum eða árangri framleiðslu.

Skilgreining næringarþarfa og samsetning næringar sem hámarkar nýtingu á vaxtargetu helstu nytjategunda og nýrra eldistegunda á mismunandi þroskastigum þeirra.  Þróun og aðlögun tækni við eldi, framleiðslu og vinnslu, með áherslu á nýtingu aukaafurða til verðmætasköpunar. Stuðla að aukinni sjálfbærni íslensks lífhagkerfis með aukinni ræktun í kjölfar umhverfislegra breytinga.

Lækkun fóðurkostnaðar lykil atriði

Spár um aukna eftirspurn eftir sjávarfangi krefja menn til þess að framleiða meira og nýta betur það sem þeir framleiða í því felast tækifæri til verðmætasköpunar með auknu eldi. Í kjölfar breytinga er nauðsynlegt að hagnýta jákvæð áhrif og kanna kosti aukinnar ræktunar, ræktun stuðlar að fæðu öryggi landsmanna. Hámarks afkoma, gæði og nýting vaxtargetu tegunda eru lykilatriði fyrir arðbæra framleiðslu. Megin áhersla hefur verið lögð á að leysa vandamál og bæta árangur í fiskeldi og við ræktun nytjajurta, með rannsóknum, þróun og nýsköpun. Í fiskeldi er lifun lirfa á fyrstu stigum eldisins megin flöskuhálsinn við eldi sjávarfiska og hefur sérstök áhersla verið lögð á forvarnir sem miða að bættum gæðum og árangri á fyrstu þroskastigunum.

Áhersla hefur einnig verið lögð á að leita leiða til þess að lækka fóðurkostnað án þess að það komi niður á vexti og heilbrigði fisksins, en fóðurkostnaður er ríflega helmingur af rekstrarkostnaði fiskeldis. Fóðurrannsóknir hafa einkum beinst að ákvörðun næringarþarfa og notkun hagkvæmari hráefna með markvissari lækkun fiskimjöls og lýsis í fóðri til aukinnar sjálfbærni og lækkunar kostnaðar. Ennfremur er horft til þróunar fóðurs sem mætir öllum næringarþörfum tegundanna þar sem markviss næring stuðlar einnig að auknu heilbrigði og vellíðan fisksins. Við eldi og framleiðslu núverandi svo og nýrra tegunda, lagartegunda jafnt sem jurta og dýra, er aðlögun tækni að íslenskum umhverfisaðstæðum mikilvæg.  Verkefni á þessu sviði snúa því að áframhaldandi þróun núverandi tækni og þróun nýrrar tækni við eldi nýrra tegunda og framleiðslu markafurða með eftirsótta virkni. 

Ennfremur er horft til tækni til að nýta aukaafurðir frá einni tegund í fóður fyrir aðra, m.a. við sameldi tegunda. Verkefni á þessu sviði eru unnin í nánu samstarfi við fyrirtæki, háskóla og rannsóknaaðila, innanlands jafnt sem erlendis.

 • 2074    Efling tækifæra í grænmetis og ávaxtarækt
 • 2059    Prófun niðurstaðna hjá bleikjubændum
 • 2088    Bestun framleiðsluferils – Sandhverfa
 • 2090    Frá grænum haga í fiskimaga
 • 2133    Microfeed
 • 1979    Áhrif hitastigs á vöxt orkubúskap bleikju
 • 2048    Fiskeldiskerfi framtíðarinnar
 • 2091    Aquaponics - Grænn vöxtur
 • 2116    AquaGen
 • 2240    ReSUrch
 • 1923    Matkorn
 • 2183    Notkun repjuolíu í vetrarfóður fyrir lax í sjó
 • 2246    Betri fóðurnýting bleikju