Innviðir
Sterkir rannsókna- og þjónustuinnviðir eru lykillinn að öflugum rannsóknum og vísindastarfi þar sem heilindi eru höfð að leiðarljósi.
Lykillinn að heilindum í vísindastarfi!
Nýsköpun
Nýsköpun er mikilvægt fyrsta skref í að þekking verði að vöru og verðmætum og áhersla á hagnýtingu og markaðshugsun mikilvæg.
Verðmæta- og nýsköpun eru lykilorðin!
Rannsóknaáherslur
Matís er ekki aðeins öflugt rannsókna- og þekkingarfyrirtæki á íslenskan mælikvarða heldur stenst Matís fyllilega samanburð erlendis.
Okkar rannsóknir - allra hagur!

Tilvísunarrannsóknastofa
Tilvísunarrannsóknarstofur Matís eru einar þær fullkomnastu á landinu og geta mætt margvíslegum þörfum viðskiptamanna með breiðu umfangi faggildra mæliaðferða á mörgum mismunandi sviðum.
Verkefni tengd rannsóknum
Örugg matvæli
Verkefnið er samstarfsverkefni þýskra og íslenskra stjórnvalda. Megintilgangur verkefnisins er að auka matvælaöryggi og neytendavernd á Íslandi með því að auka vöktun á óæskilegum efnum í matvælum.
MareFrame
Í MareFrame verkefninu er áætlað að þróa fjölstofna fiskveiðistjórnunarkerfi og finna leiðir til að auðvelda innleiðingu þess í Evrópu. Áhersla er lögð á vistvæna, sjálfbæra, félagslega og hagræna stjórnun. Einnig á samstarf við sjómenn, útgerðir og vinnslu ásamt öðrum hagsmunaaðilum sem koma að stjórnun fiskveiða.
Geymsluþol léttsaltaðra flaka í frosti
Markmið verkefnisins er að auka verðmæti sjávarfangs með því að greina kjöraðstæður við geymslu á léttsöltuðum þorsk- og ufsaflökum.
EnRichMar
Meginmarkmið EnRichMar er að auka virði tilbúinna matvæla með lífvirkum efnum sem framleidd eru úr aukafurðum eða lítil nýttu hráefni úr hafinu.